Tarantino og Anderson í jólaspjalli

Nýjasta kvikmynd Quentin Tarantino, The Hateful Eight, var frumsýnd á jóladag í Norður-Ameríku og hefur fengið góða aðsókn.

the_hateful_eight_8

Fyrst um sinn verður myndin sýnd í sérstakri 70 mm útgáfu og í 40 mínútna myndbandinu hér fyrir neðan sést Tarantino ræða um útgáfuna, framtíð kvikmyndalistarinnar og um sum af bestu augnablikum sínum á ævinni tengdum kvikmyndum.

Með honum í þessu jólaspjalli er annar framúrskarandi leikstjóri, Paul Thomas Anderson, en mynd hans The Master var einmitt gefin út í 65 mm útgáfu.

The Hateful Eight hefur fengið prýðilega dóma víðast hvar, þar á meðal hjá Variety, The Guardian og The Hollywood Reporter.  Í síðastnefnda dóminum er myndinni lýst sem truflaðri blöndu af Stagecoach eftir John Ford, bókinni Ten Little Indians  eftir Agatha Christie og leikritinu No Exit eftir Jean-Paul Satre.

Tarantino hefur verið duglegur að kynna The Hateful Eight að undanförnu og í nýlegu viðtali sagði hann að Max Max: Fury Road væri langbesta myndin sem hann hefði séð á þessu ári.