Raðmorðingi gengur laus – Solace frumsýnd

Sambíóin frumsýna kvikmyndina Solace föstudaginn 20.nóvember. hopkins

Þeir sem kunna vel að meta sálfræðitrylla og ráðgátur þar sem ekkert er eins og það sýnist í fyrstu eiga örugglega eftir að kunna vel að meta þessa mynd, Solace, en henni hefur verið lýst sem blöndu af stórsmellunum Seven og Silence of the Lambs,“ að því er kemur fram í tilkynningu frá Sambíóunum.

Myndin var upphaflega-skrifuð sem sjálfstætt framhald af Seven og átti að heita Ei8ht en David Fincher leikstjóri Se7en neitaði að taka verkefnið að sér.

Það eru þeir Anthony Hopkins, Colin Farrell og Jeffrey Dean Morgan sem fara með aðalhlutverkin í Solace.

Þegar hrottaleg morð benda til þess að raðmorðingi gengur laus ákveður rannsóknarlögreglumaðurinn Joe Merriweather að kalla til sjándann og fyrrverandi lögreglumanninn John Clancy til að hjálpa til við rannsókn málins og freista þess að ná morðingjanum sem allra fyrst.