Spectre beint á toppinn vestanhafs

Spectre var vinsælasta kvikmyndin í N-Ameríku um helgina með um 73 milljóna dala tekjur.spectre

Henni tókst ekki að ná sömu hæðum og síðasta Bond-mynd, Skyfall, náði  í miðasölunnni á sinni opnunarhelgi en hún halaði inn 88,4 milljónir dala árið 2012.

Talið er að gerð Spectre hafi kostað 250 milljónir dala. Hún er næst vinsælasta Bond-mynd Daniel Craig þegar tekið er mið af opnunarhelginni.

Teiknimyndin The Peanuts Movie var næstvinsælust vestanhafs og náði inn 45 milljónum dala en myndin kostaði um 100 milljónir dala.