Vilja Ara í miðskólaskrímslin

ari sandelAri Sandel er nú um það bil að ná samningum við Universal kvikmyndaverið um að leikstýra kvikmynd um Monster High, eða Miðskólaskrímslin í lauslegri þýðingu, samkvæmt heimildum Deadline vefjarins.

Verkefnið hefur verið í vinnslu um þónokkurn tíma og búið er að skrifa handritið.

Monster High fjallar um nokkur fræg skrímsli, þar á meðal Dracula, Frankenstein og Wolfman ( Draculaura, Frankie Stein og Clawdeen Wolf ), og líf þeirra í miðskólanum.

Mattel leikfangafyrirtækið kemur einnig að verkefninu.

Monster High er geysivinsæll heimur sem veltir einum milljarði Bandaríkjadala árlega. Sjónvarpsþættir, dúkkur, tölvuleikir og fatnaður og nú er bíómyndin næsta mál á dagskrá.

Sandel er þekktur fyrir myndina The DUFF sem var hans fyrsta mynd.