Nýtt í bíó! – Maze Runner: The Scorch Trials

Maze Runner: The Scorch Trials verður frumsýnd á föstudaginn næsta í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri.

mazeMyndin er framhald kvikmyndarinnar Maze Runner og byggir á metsölubókum James Deshner.

Í tilkynningu frá Senu kemur fram að bókaflokkurinn hafi fengið frábæra dóma víða um heim og þyki halda lesendum í heljargreipum spennu og eftirvæntingar.

Sagan er dystópía og fjallar um piltinn Thomas, sem í fyrstu myndinni vaknar upp á hryllilegum stað sem nefnist Glade, ásamt fimmtíu öðrum drengjum á unglingsaldri, eftir að minni hans hefur verið eytt. Drengirnir sluppu úr völundarhúsinu en standa nú frammi fyrir nýjum og óhunganlegum áskorunum sem mæta þeim á vegum úti í eyðilegu landslagi.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Í öðrum kafla sögunnar, Maze Runner: The Scorch Trials, reyna drengirnir að komast að því hverjir standa á bak við völundarhúsið, hver tilgangur þess sé og hvaða hlutverki þeir gegni. Félagarnir þurfa að komast að því hvað vakir fyrir leiðtogum WCKD um leið og þeir reyna að sigrast á eyðilandinu „The Scorch“ þar sem hver ógnin á fætur annarri bíður þeirra.

plakat maze

Nokkrir punktar til gamans: 

– Allir helstu leikararnir úr fyrri myndinni snúa aftur í þessari, þ. á m. Dylan O’Brien, Thomas Brodie-Sangster, Ki Hong Lee, Kaya Scodelario og Patricia Clarkson auk þess sem t.d. þau Rosa Salazar, Jacob Lofland, Aidan Gillen, Giancarlo Esposito, Barry Pepper og Lili Taylor bætast við.

– Leikstjóri myndarinnar, Wes Ball, sem leikstýrði einnig fyrstu myndinni (sem auk þess var fyrsta mynd hans sem leikstjóra), segir að sagan í myndinni sé frábrugðin bókinni að nokkru leyti auk þess sem í henni séu persónur sem voru ekki í bókinni. Hins vegar verður þriðji hluti þríleiksins, The Death Cure, óbreyttur að mestu frá því sem var í þeirri bók.

– Þrír af leikurum þessarar myndar, þau Thomas-Brodie Sangster, Aiden Gillen og Nathalie Emmanuel eiga það sameiginlegt annað en þetta samstarf að hafa leikið í Game of Thrones-þáttunum.

– Myndin verður frumsýnd á Íslandi viku áður en í flestum öðrum löndum heims, þar á meðal í Bandaríkjunum. Verið með þeim fyrstu til að sjá hana!