Game of Thrones fyrir fjölskylduna

Jóhann G. Jóhannsson, sem fer með hlutverk illmennisins Dres í dönsku myndinni Skammerens Datter, sem er sýnd hér á landi um þessar mundir, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að myndinni hafi verið tekið „svakalega“ vel  í Danmörku þegar hún var frumsýnd þar í vor. „Þetta er svona ákveðið Game of Thrones fyrir fjölskylduna, ævintýramynd sem fjallar um stúlku og móður hennar en þær búa báðar yfir yfirskilvitlegum hæfileikum.

jóhann g.

Hann segir einnig að persónan sem hann leikur, Dres, sé í raun besti vinur stærsta illmennisins, en hún sé ekki málglöð. „Þrátt fyrir að ég sé nokkuð áberandi í myndinni þá er ég ekki með margar línur. Ég er í raun besti vinur stærsta illmennisins,“ segir Jóhann í samtali við Morgunblaðið, og bætir við að nokkur vinna hafi farið í að ná línunum og hreimnum.

Kvikmyndin er gerð eftir metsölubókum eftir Lene Kaaberböl, en handritið skrifar Anders Thomas Anderson, sem á að baki myndir eins og I Kina Spiser De Hunde, Brödre og Hævnen.  Jóhann segir að Anders Thomas hafi verið þekktasti aðstandandi myndarinnar: „Þegar ég kom inn í þetta þá var Jensen eiginlega stjarna verksins. Hann var stærsta nafnið alþjóðlega þó svo leikararnir séu kannski þekktari innan Danmerkur,“ segir Jóhann í við Morgunblaðið.

Í greininni kemur fram að verið sé að vinna að Skammerens Datter 2, og mynd númer þrjú verði einnig gerð þar á eftir.