Nicolas Cage hoppukastali tilbúinn

Aðdáendur Nicolas Cage um allan heim fagna því nú að reisa á hoppukastala honum til heiðurs. Þeir sem fylgjast með leikaranum vita að andlit hans og ímynd hefur verið gríðarlega vinsælt á internetinu í ógrynni allskonar grínmynda og aðdáendaefnis í gegnum tíðina ( internet meme ). Til dæmis tók einn aðdáandinn sig til og setti andlit hans á hverja einustu persónu úr Game of Thrones sjónvarpsþáttunum.

cage

Nýi hoppukastalinn „Nicolas Cage in Cage“ mun gefa aðdáendum færi á hoppa fyrir framan uppstækkaða og uppblásna mynd af andliti leikarans.

Nicolas Cage in a cage from Hungry Castle on Vimeo.

„Fólk getur slegið Nicolas Cage, það getur faðmað hann, en það mun enginn brjóta hann niður. Aldrei nokkurn tímann“ segja höfundar kastalans, Hungry Castle.

„Við höfum séð Nicolas í gegnum söguna á Internetinu missa stjórn á skapi sínu og vera límdur á ýmsar persónur, en við höfum aldrei séð hann í búri ( Cage ).“

Fyrsta stoppistöð kastalans verður á tónlistarhátíðinni Splendour í Ástralíu.

Hungry Castle hafa áður gert risastórt uppblásið höfuð af söngvaranum Lionel Ritchie.