London fær það óþvegið – Fyrsta stikla úr London has Fallen!

Fyrsta stiklan úr nýju Gerard Butler myndinni London has Fallen var að koma út rétt í þessu, og það er greinilegt að opinberar og víðfrægar byggingar í London fá það óþvegið, rétt eins og Hvíta húsið og fleiri mannvirki fengu að reyna í Washington í fyrri myndinni, Olympus has Fallen.

london 2

Söguþráðurinn er þannig í meginatriðum að Mike Banning, sem Butler leikur, þarf að bjarga málunum, með hjálp frá félaga í MI6 leyniþjónustunni bresku, sem Charlotte Riley leikur, þegar Bandaríkjaforseti, sem Aaron Eckhart leikur, verður fyrir árás við útför forsætisráðherra Bretlands. Aðrir þjóðarleiðtogar eru einnig í hættu.

london

Angela Bassett og Morgan Freeman eru einnig mætt aftur til leiks, Angela sem yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna og Freeman sem forseti bandaríska þingsins.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Olympus Has Fallen var frumsýnd í mars 2013 og þénaði samtals 161 milljón Bandaríkjadala í bíó um allan heim, og nú verður spennandi að sjá hvort að London has Fallen leiki saman leikinn, og hvort að stórborgirnar falli hver af annarri í kjölfarið í ýmsum framhaldsmyndum!

butler

London Has Fallen verður frumsýnd 22. janúar, 2016.