Foxx tjáir sig ítarlega um Tyson

Leikarinn Jamie Foxx mun fara með hlutverk hnefaleikakappans Mike Tyson í nýrri kvikmynd eftir Martin Scorsese. Myndin verður um líf kappans frá unga aldri og til dagsins í dag.

scorsese foxx tyson

Foxx fór í útvarpsviðtal á dögunum og sagði frá byrjun myndarinnar á sinn einstaka hátt. Í viðtalinu sagði hann að myndin byrjar á ungum dreng sem er að æfa hnefaleika og svo er klippt yfir í síðasta bardaga Tyson á ferlinum.

Foxx lýsir ekki einungis söguþræðinum heldur fer hann ítarlega í kvikmyndastíl og sjónbrellur myndarinnar.

Myndband af útvarpsviðtalinu má sjá hér að neðan.

Tyson varð árið 1987 yngsti heimsmeistarinn í þungavigt í hnefaleikum, aðeins 20 ára að aldri. Hann varði titilinn níu sinnum eða þar til hann tapaði fyrir James „Buster“ Douglas árið 1990.

Boxarinn var sakfelldur fyrir nauðgun árið 1992 og dæmdur í sex ára fangelsi, en var sleppt út eftir þrjú ár.

Hann var áfram ríkjandi WBA og WBC heimsmeistari árið 1996 en missti WBC titilinn það ár og tapaði WBA beltinu til Evander Holyfield í bardaga í nóvember 1996.