Hill selur vopn

Jonah Hill hefur skrifað undir samning um að leika aðalhlutverkið í myndinni Arms and the Dudes sem er gaman-glæpamynd, eftir Todd Philips.

Þetta er fyrsta fasta ráðningin í myndina, en áður höfðu þeir Shia LaBeouf og Jesse Eisenberg komið til greina.

jonahhill

Eisenberg hefur nú öðrum hnöppum að hneppa sem illmennið Lex Luthor í Batman v. Superman, og hugsanlega fleiri verkefnum byggðum á DC teiknimyndasögum.

LaBeouf er einnig farinn að sinna öðru, en viðræður við hann náðu aldrei langt, samkvæmt The Hollywood Reporter.

Kvikmyndaverið, Warner Bros, leitaði því til The Wolf of Wall Street leikarans Hill, en hann hafði kynnst hlutverkinu fyrir nokkrum mánuðum síðan við yfirlestur á handriti.

Myndin er byggð á grein Guy Lawson í tónlistarblaðinu Rolling Stone og segir frá tveimur hasshausum frá Miami Beach sem gerast vopnasalar á mála hjá bandarískum stjórnvöldum.