Sveppi og félagar slá aðsóknarmet

Fjórða myndin um Sveppa og félaga Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum sló rækilega í gegn um helgina. Opnunarhelgi myndarinnar var sú stærsta á árinu 2014 og önnur stærsta opnunin heilt yfir á íslenskri kvikmynd. Kvikmyndin hlaut frábæra aðsókn um allt land og á landsbyggðinni féllu einnig nokkur met.

Myndin er með stærstu opnunarmyndar í Selfossbíó, Bíóhöll Akraness og í Króksbíó á Sauðárkróki þar sem uppselt var á allar sýningar. Á Ísafirði sló hún aðsóknarmet ársins og í Sambíóunum Álfabakka mátti sjá raðir út úr húsi þegar Sveppi mætti á sérstakar morgunsýningar og tók á móti bíógestum bæði laugardag og sunnudag, en uppselt var á þær á örskömmum tíma.

Screen Shot 2014-10-29 at 8.48.50 PM

Í myndinni komast vinirnir Sveppi og Villi að því að erkióvinur þeirra hyggur enn á landsyfirráð og hefur í þetta sinn byggt alveg ægilega dómsdagsvél sem getur komið af stað jarðskjálftum og eldgosum.

Með helstu hlutverk fyrir utan þá Sverri Þór Sverrisson, Guðjón Davíð Karlson og Vilhelm Anton Jónsson fara þau Hilmir Snær Guðnason, Anna Svava Knútsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Gunnar Árnason, Viktor Már Bjarnason, Gunnlaugur Helgason, Þórunn Erna Clausen og Margrét Eir Hjartardóttir.