Quinto snýr aftur í sjónvarpið

zachary-quinto-1-sizedStar Trek-leikarinn Zachary Quinto mun snúa aftur í sjónvarpið í þáttunum The Slap sem fjalla um afleiðingar þess að slá ungan strák utan undir. Quinto hefur aðalega einbeitt sér að kvikmyndaleik síðan þættirnir Heores enduðu árið 2010, fyrir utan það að koma fram í þáttunum American Horror Story.

Þættirnir verða sýndir á NBC og mun Quinto leika Harry sem er giftur og á 15 ára gamlan strák. Harry býr ásamt fjölskyldu sinni í New York og vinnur við að kaupa og selja evrópska bíla. Hann setur fjölskylduna ávallt í fyrsta sæti og hleypur aldrei frá áflogum. Einn daginn gerir Harry þó þau mistök að slá stríðnispúka á aldri við son sinn utan undir og upp frá því hefst sagan.

The Slap er byggð á samnefndri bók frá árinu 2008 eftir ástralska höfundinn Christos Tsiolkas. Þættirnir verða skrifaðir fyrir sjónvarp af Jon Robin Baitz, sem á heiðurinn að The West Wing. Með önnur hlutverk í þáttunum fara Brian Cox, Mary-Louise Parker og Peter Sarsgaard.