Dúfa á grein vann Gullna ljónið

Kvikmyndin A Piegeon Sat On A Branch Reflecting On Existence, eða Dúfa sat á grein og spáði í lífið og tilveruna, eftir Roy Anderson, fékk í kvöld Gullna ljónið, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum á Ítalíu. Margir höfðu spáð því að mynd Alejandro G Inarritu, Birdman, með Michael Keaton í titilhlutverkinu, sem var opnunarmynd hátíðarinnar, myndi vinna verðlaunin, en hún hafði ekki erindi sem erfiði.

a_pigeon_sat_branch_reflecting_on_existence

Mynd Anderson er lokamynd í frumspekilegum þríleik sem fjallar um það hvað það þýðir að vera manneskja. Fyrri tvær myndirnar í þríleiknum eru Songs From The Second Floor frá árinu 2000 og The Living frá 2007.

Kíktu á stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Stikk: