Lauren Bacall látin

laurenbacallLeikkonan Lauren Bacall, sem varð fræg á einni nóttu eftir að hún lék aðeins 19 ára gömul á móti Humphrey Bogart í To Have and Have Not, lést í gær. Hún var 89 ára gömul. Talið er að leik­kon­an hafi fengið heila­blæðingu í íbúð sinni á Man­hatt­an.

Bacall og Bogart urðu seinna meir eitt umtalaðasta parið í Hollywood. Léku þau saman í nokkrum kvikmyndum til viðbótar, þar á meðal The Big Sleep og Dark Passage.

Eftir að hafa leikið í tæp 50 ár fékk hún loksins sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinni í myndinni The Mirror Has Two Faces frá árinu 1997. Bacall lék einnig mikið á sviði og vann tvisvar til Tony-verðlaunanna.

Stikk: