Þögnin áhrifaríkari en tónlistin

Kvikmyndir meistaraleikstjórans Martin Scorsese hafa verið þekktar fyrir að hafa sterkar senur undir þekktri tónlist og hefur Scorsese t.a.m. verið mikill aðdáandi Rolling Stones og strax í sinni fyrstu kvikmynd, Mean Streets, notaði hann tvö lög þeirra og hafa Stones lög reglulega verið í kvikmyndum hans síðan.

bull1

Þó að Scorsese sé frægur fyrir að nota mikið af tónlist í kvikmyndum sínum þá ber hann mikla virðingu fyrir þögninni, því þegar mikið er um að vera og hávaðinn er hvað mestur þá er þögnin oft besta vopnið til þess að undirstrika tilfinningar og hugsanir.

Í nýju myndbandi frá kvikmyndasérfræðinginum Tony Zhou fer hann yfir þessi atriði þar sem þögninni er beitt. Myndbandið má sjá hér að neðan.