Nornin Jolie hrifsar toppsætið í USA

Fyrsta leikhlutverk Angelina Jolie í fjögur ár, hlutverk nornarinnar í Maleficent, hittir svo um munar í mark hjá bandarískum bíógestum, en myndin þénaði 24 milljónir Bandaríkjadala í Bandaríkjunum í gær, föstudag.

angelina jolie

Myndin er hliðarsaga af ævintýrinu um Mjallhvíti, þar sem nornin í sögunni er orðin aðal stjarnan. Talið er að myndin muni raka saman um 60 milljónum dala yfir helgina alla af sýningum í Bandaríkjum og Kanada.

Hlutverkið er stærsta leikhlutverk Jolie í kvikmyndum síðan The Tourist var frumsýnd árið 2010.

Toppmynd síðustu viku, X-Men: Days of Future Past, var sú önnur mest sótta í gær, með 9,4 milljónir dala í tekjur, og 130 milljónir dala alls frá frumsýningu.

Ný gamanmynd Seth MacFarlane, A Million Ways to Die in the West, var einnig skilin eftir í reyknum, en myndin þénaði 6,1 milljón dala í gær föstudag og var sú þriðja vinsælasta. Myndin var frumsýnd hér á landi í gær einnig.

Í fjórða og fimmta sæti aðsóknarlistans í Bandaríkjunum í gær voru Godzilla og Bad Neighbors.