Leikararnir í The Shining þá og nú

The Shining er ein vinsælasta hryll­ings­mynd allra tíma. Kvikmyndinni er leikstýrt af Stanley Kubrick og gerð eftir sögu Stephen King.

Jack Nicholson fór á kostum í myndinni í einu af sínum eftirminnilegustu hlutverkum sem misheppnaði rithöfundurinn og húsvörðurinn Jack Torrance. Sonur hans, Danny, sem var gæddur skyggnigáfum og sá m.a. inn í framtíðina var leikinn af Danny Lloyd. Shelley Duvall lék hina venjulegu eiginkonu Wendy, sem var aðeins að reyna að halda fjölskyldunni saman. Ekki má heldur gleyma Grady-systrunum sem hrylltu Danny oft á tíðum í myndinni.

Það eru liðin 34 ár síðan myndin kom út árið 1980 og hefur aðeins einn leikari verið í sviðsljósinu fram til dagsins í dag, og þá erum við að sjálfsögðu að tala um Jack Nicholson.

En hvar eru hinir, hvað eru þau að gera og hvernig líta þau út í dag?

Danny

Danny Lloyd lék hinn unga Danny Torrance í The Shining. Hann lék aðeins einu sinni í kvikmynd eftir það. Í dag er hann 41 árs og er kennari í Elizabethtown, Kentucky.

Í viðtali við NY Daily News sagði hann að leiklistin hafi ekki verið eins og hann hafði vonað. „Ég er glaður að hafa leikið í The Shining, sú reynsla var ekki slæm fyrir mig. Þetta var einfaldlega ekki að virka og ég vildi bara vera venjulegur strákur“.

wendy

Shelley Duvall hélt áfram að leika á 9 og 10. áratugnum og var síðasta hlutverkið hennar árið 2002. Eins og Lloyd þá gekk hún úr sviðsljósinu og flutti til Blanco í Texas árið 1994.

Í tímaritinu National Enquirer er haft eftir bæjarbúa í Blanco að hún vafri um strætin stefnulaust, og hagi sér líkt og geðsjúklingur. „Hún talar við sjálfan sig og þegar fólk reynir að tala við hana þá þrætir hún einungis um geimverur og að það búi geimvera inni í henni.“ var haft eftir bæjarbúanum.

twins

Lisa og Louise Burns, tvíburarnir sem léku Grady-systurnar sáust síðast á sýningu Dr. Strangelove í London fyrir stuttu. Í dag eru þær 46 ára, Lisa er bókmenntafræðingur og Louise er líftæknir að mennt.

Systurnar eru tíðir gestir á hryllingsmynda-hátíðum og eru með Facebook-síðu undir nafninu „Shining Twins„. Þar er þó engan draugang að finna og deila þær einungis myndum úr sínu hversdagslega lífi.