Frumsýning: Lone Survivor

Myndform frumsýndir spennumyndina Lone Survivor á föstudaginn næsta þann 10. janúar í Laugarásbíói, Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri.

Lone Survivor segir frá fjórum sérsveitarmönnum í bandaríska hernum sem fara í leynilega sendiför til Afganistan til að freista þess að handsama eða ráða háttsettan liðsmann Talibana, Ahmad Shahd, af dögum. Ekki fer betur en svo að sendiförin fer út um þúfur og sérsveitarmennirnir eru uppgötvaðir.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

lone-survivor-350

Lone Survivor segir sanna sögu hermannsins Marcus Luttrell, en hann var sá eini af fjórum sem lifði svokallaða Red Wings-aðgerð af í Afganistan árið 2005.

Það er leikstjórinn Peter Berg (Collateral, Battleship) sem bæði skrifar handritið og leikstýrir Lone Survivor sem margir gagnrýnendur segja einhverja þá bestu bandarísku stríðsmynd sem gerð hefur verið, a.m.k. síðan Saving Private Ryan, og að hún sé svo raunveruleg að áhorfendum líði nánast eins og þeir séu á staðnum.

Red Wings-aðgerðin snerist um leynilega för fjögurra sérþjálfaðra hermanna til fjallaþorps í Afganistan þar sem markmiðið var að handsama eða taka af lífi Al Quaeda-liðann og talíbanaleiðtogann Ahmad Shah og greiða um leið fyrir árás hersins á fylgsni manna hans.

Þessi bíræfna aðgerð, sem var skipulögð af kostgæfni, átti hins vegar eftir að fara illilega úrskeiðis þegar fjórmenningarnir gerðu afar slæm en skiljanleg mistök sem urðu til þess að talíbanarnir urðu varir við þá í tíma og gerðu gagnárás.

loneÞað er Mark Wahlberg sem leikur Marcus en í öðrum stórum hlutverkum eru m.a. þeir Eric Bana, Taylor Kitch, Ben Foster, Alexander Ludwig og Emile Hirch.

Aðalhlutverk: Mark Wahlberg, Eric Bana, Taylor Kitch, Ben Foster, Alexander Ludwig og Emile Hirch

Leikstjórn: Peter Berg

Bíó: Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.

Fróðleiksmolar til gamans:

Lone Survivor var frumsýnd á AFI-kvikmyndahátíðinni í Hollywood þann 14. nóvember og miðað við feiknagóðar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda má ætla að hér sé á ferðinni ein besta mynd ársins 2013.

Myndin er að stærstum hluta byggð á samnefndri bók sem Marcus Luttrell skrifaði um reynslu sína, en Peter Berg fór einnig og hitti fjölskyldur hinna föllnu félaga hans við gerð handritsins.

Myndin er með 71% á www.rottentomatoes.com og 7.6 á www.imdb.com.

Aldursmerking: 16 ára