Twitter í sjónvarp

twitterFramleiðslufyrirtækið bandaríska Lionsgate TV ætlar að þróa sjónvarpsseríu upp úr metsölubók Nick Bilton Hatching Twitter: A True Story of Money, Power, Friendship, And Betrayal.

Bilton, sem er pistlahöfundur og fréttamaður á bandaríska dagblaðinu New York Times, mun skrifa handritið og taka þátt í framleiðslunni.

Bókin gefur mynd af því hvað gekk á á bakvið tjöldin þegar smáskilaboðavefurinn Twitter var að verða til, en það voru fjórir vinir sem bjuggu vefinn til upphaflega. Fylgst er með því hvernig vefurinn óx upp í að verða alheimsfyrirbæri notaður af hundruðum milljóna manna.

„Twitter hefur umbylt lífi okkar á nær öllum sviðum, allt frá stjórnmálum til viðskipta og vináttu, og ég get ekki hugsað mér hnýsilegri sögu til að færa yfir í sjónvarpsseríu á þessum tíma,“ sagði Kevin Beggs frá Lionsgate, á Deadline vefnum.

Líklegt er að menn beri seríuna saman við kvikmynd David Fincher og Aaron Sorkin um sköpun Facebook, The Social Network frá árinu 2010.

 

Stikk: