Óskarsleikkona látin

joanBandaríska leikkonan Joan Fontaine, sem vann Óskarsverðlaun, er látin 96 ára að aldri.

Fontaine var yngri systir leikkonunnar Olivia De Havilland sem lék m.a. í Á hverfanda hveli, eða Gone with the Wind.

Þær systur voru dætur breska lögfræðingsins Walter de Haviland.

Joan fæddist í Tókíó í Japan árið 1917, en þegar móðir hennar, og þeirra systra, komst að því að faðir þeirra átti í ástarsambandi við japanska vinnukonu á heimilinu, þá flutti hún með dæturnar til Kaliforníu.

Olivia hélt eftirnafni föður síns, en Joan tók upp eftirnafn stjúpföður síns George Fontaine. 

Hún sló í gegn í myndinni Rebecca, og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þeirri mynd. Hún lék svo í mynd Alfred Hitchcock, Suspicion og vann Óskarsverðlaunin fyrir það hlutverk. Hún var einnig tilnefnd fyrir hlutverk sitt í The Constant Nymph (1943). Hún lék einnig í ýmsum bíómyndum, sjónvarpsþáttum og á sviði.

Hún gifti sig fjórum sinnum.