Endurkoma hjá Monty Python?

Eftirlifandi meðlimir Monty Python hafa boðað til blaðamannafundar í London á fimmtudaginn.

MontyPython_2lgBúast má við einhvers konar endurkomu grínhópsins, sem samanstendur af John Cleese, Terry Gilliam, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin.

Það yrði í fyrsta sinn í þrjá áratugi sem allir meðlimirnir starfa saman.

Í fyrra var greint frá því að tökur á nýrri kvikmynd frá Monty Python, Absolutely Anything, ættu að hefjast í byrjun þessa árs en ekkert varð af því.

Grínhópurinn er þekktur fyrir sjónvarpsþættina Monty Python´s Flying Circus og kvikmyndir á borð við Monty Python and the Holy Grail og Life of Brian.

Síðasta alvöru samstarfsverkefni hópsins með öllum sex upphaflegu meðlimunum var Monty Python´s The Meaning of Life sem kom út 1983.  Sex árum síðar lést einn sexmenninganna, Graham Chapman.