Leikstjóri Smokey and the Bandit látinn

hal needhamHal Needham, áhættuleikari sem gerðist leikstjóri spennumynda, eins og Smokey and the Bandit og Cannonball Run, sem báðar voru með besta vini hans Burt Reynolds í aðalhlutverkinu, lést í Los Angeles á föstudaginn. Hann var 82 ára að aldri.

Í ræðu sem hann hélt við afhendingu Óskarsverðlaunanna árið 2012 sagðist hann hafa brotið 56 bein í skrokknum, þar á með bakið á sér tvisvar sinnum. Hann skaddaðist á lunga, fór úr axlarlið og missti nokkrar tennur. Hann fann upp þónokkuð af nýjum aðferðum í áhættuleik og sömuleiðis þróaði hann tæki og tól til notkunar í áhættuatriðum. Eitt af þeim var loftpúði til að taka af manni fall, en hann fékk hugmyndina þegar hann var að horfa á stangarstökk í sjónvarpinu.

„Hal Needham var frábær áhættuatriða-stjórnandi, leikstjóri og fyrirmynd,“ sagði Arnold Schwarzenegger á Twitter. „Ég er enn þakklátur honum fyrir að hann tók áhættu með að fá mig í myndina The Villain,“ sagði Schwarzenegger um myndina frá árinu 1979 sem Needham leikstýrði.

Needham vann vísinda- og verkfræði Óskar árið 1986 fyrir þróun á myndavélabíl.

Hann gaf út æviminningar sínar árið 2011, Stuntman.

Leikstjóri Smokey and the Bandit látinn

hal needhamHal Needham, áhættuleikari sem gerðist leikstjóri spennumynda, eins og Smokey and the Bandit og Cannonball Run, sem báðar voru með besta vini hans Burt Reynolds í aðalhlutverkinu, lést í Los Angeles á föstudaginn. Hann var 82 ára að aldri.

Í ræðu sem hann hélt við afhendingu Óskarsverðlaunanna árið 2012 sagðist hann hafa brotið 56 bein í skrokknum, þar á með bakið á sér tvisvar sinnum. Hann skaddaðist á lunga, fór úr axlarlið og missti nokkrar tennur. Hann fann upp þónokkuð af nýjum aðferðum í áhættuleik og sömuleiðis þróaði hann tæki og tól til notkunar í áhættuatriðum. Eitt af þeim var loftpúði til að taka af manni fall, en hann fékk hugmyndina þegar hann var að horfa á stangarstökk í sjónvarpinu.

„Hal Needham var frábær áhættuatriða-stjórnandi, leikstjóri og fyrirmynd,“ sagði Arnold Schwarzenegger á Twitter. „Ég er enn þakklátur honum fyrir að hann tók áhættu með að fá mig í myndina The Villain,“ sagði Schwarzenegger um myndina frá árinu 1979 sem Needham leikstýrði.

Needham vann vísinda- og verkfræði Óskar árið 1986 fyrir þróun á myndavélabíl.

Hann gaf út æviminningar sínar árið 2011, Stuntman.