Ráðist á Bay á tökustað Transformers 4

michael bayBandaríski leikstjórinn Michael Bay slasaðist í dag þegar ráðist var á hann í Hong Kong þar sem hann er við tökur á myndinni Transformers: Age of Extinction.

Tveir menn, bræður samkvæmt The Hollywood Reporter, komu að leikstjóranum þar sem hann var við tökur á mannmörgum stað í miðbænum. Yngri bróðirinn heimtaði 100.000 Hong Kong dali af leikstjóranum ( 1,5 milljónir íslenskra króna ), samkvæmt lögreglu á staðnum. Rifrildi upphófst við þetta og eldri bróðirinn gekk að Bay og sló hann í andlitið, samkvæmt lögreglunni. Maðurinn lenti síðan í átökum við lögreglumenn sem reyndu að skakka leikinn. Bræðurnir voru báðir handteknir og kærðir fyrir fjárkúgun og líkamsárás. Sagt er að Bay hafi fengið áverka í andliti, en hafi ekki þurft að leggjast inn á sjúkrahús. Hann hélt áfram tökum á myndinni eftir atvikið.