Aulinn ég 2 enn langvinsælust

Teiknimyndin Aulinn ég 2 heldur sæti sínu á toppi íslenska bíólistans, en myndin var á toppnum einnig í síðustu viku.

despicable-me-2

Myndin fjallar um Gru sem býr í alsælu í úthverfi stórborgar. Hann annast dætur sínar sem hann ættleiddi, þær Margo, Edith og Agatha. Hann hefur stöðugar áhyggjur af strákum, og háttar stelpurnar þegar þær fara að sofa. Síðan skyndilega hrekkur hann í gang þegar Lucy Wilde mætir á svæðið, úr andspyrnuhreyfingunni Anti-Villain League. Og eftir að þau berjast með sérhönnuðum vopnum sínum þá fer Gru til fundar við þennan andspyrnuhóp. Þar kemur í ljós að hópurinn þarfnast aðstoðar Gru við að ráða niðurlögum nýs illmennis. Gru er núna kominn aftur í gírinn, og þarf að hjálpa til við að bjarga heiminum.

Í öðru sæti er ný mynd, Riddick, með Vin Diesel í aðalhlutverkinu og sömuleiðis er ný mynd í þriðja sæti, hin sannsögulega The Butler með Forest Whitaker í aðalhlutverkinu, hlutverki yfirþjóns í Hvíta húsinu.

Fjórða sætið er svo í eigu Woody Allen og nýjustu myndar hans, Blue Jasmine, þar sem Cate Blanchett fer með aðalhlutverkið og í fimmta sæti, upp um eitt sæti á milli vikna, er teiknimyndin Planes, eða Flugvélar.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, en hin ævisögulega Diana, um Díönu prinsessu af Wales, fer beint í 12. sæti listans.

Smelltu hér til að sjá hvaða myndir eru í bíó. 

Smelltu hér til að skoða hvaða myndir eru væntanlegar í bíó. 

Hér fyrir neðan er svo listi 20 vinsælustu mynda á Íslandi í dag:

lsitinn