Di Caprio sem Bandaríkjaforseti

leonardoLeonardo di Caprio er líklegur til að leika hlutverk Woodrow Wilson, 28. forseta Bandaríkjanna í mynd sem gera á eftir nýrri ævisögu forsetans sem A. Scott Berg skrifaði.

Ekki er búið að ráða leikstjóra fyrir verkefnið.

Bókin, sem heitir Wilson, kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Áður en Wilson varð forseti hafði hann verið rektor Princeton háskóla á árunum frá 1902 til 1910, og þar á eftir var hann ríkisstjóri í New Jersey í tvö ár. Hann var frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum árið 1912, og sigraði ríkjandi forseta, Robert Taft og fyrrum Bandaríkjaforseta Theodore Roosevelt.

Wilson var framfarasinnaður á fyrsta kjörtímabili sínu, og vann með naumindum endurkjör árið 1916 þegar hann keppti við Charles Hughes í forsetakjöri, undir yfirskriftinni „He kept us out of war“ eða Hann hélt okkur fyrir utan stríðið.

Mitt í vaxandi stríðsæsing Þjóðverja, þá sá hann til þess að Bandaríkjamenn slógust í hóp með bandamönnum í Heimsstyrjöldinni fyrri í apríl 1917.

Í lok stríðsins þá þrýsti Wilson á um friðarsamninga sem fólu í sér að Bandaríkjamenn myndu slást í hóp með með friðarbandalagi þjóða ( e. League of Nations ), en Bandaríkjaþing, sem repúblikanar stjórnuðu á þeim tíma, neitaði að fullgilda samninginn.

Þegar hann átti eitt ár eftir af kjörtímabilinu fékk hann heilablóðfall og eiginkona hans Edith tók við stjórnartaumum það sem eftir lifði af tímabilinu. Fyrsta eiginkona hans lést árið 1914 þegar hann hafði verið forseti í eitt ár, og hann kvæntist Edith Galt í Hvíta húsinu árið 1915.

DiCaprio hefur leikið í tveimur ævisögulegum myndum. J. Edgar, um yfirmann alríkislögreglunnar J. Edgar Hoover, og The Aviator, um ævi og störf athafnamannsins Howard Hughes.

Berg fékk Pulitzer verðlaunin fyrir bók sína Lindbergh árið 1998 – söguna um flugkappann Charles Lindbergh.