Geimverur og masókismi í Feneyjum

Geimverumyndinni Under the Skin, þar sem Scarlett Johansson leikur geimveru sem þvælist um Skotland og tælir puttaferðalanga upp í bíl sinn og drepur þá, var tekið með hálfvelgju á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem nú stendur yfir. Annari kvikmynd, mynd um limlestingar og masókisma, sem er bönnuð í heimalandi leikstjórans, Suður Kóreu, vakti hins vegar hlátur til merkis um vantrú áhorfenda á því sem þeir sáu.

moebius

Samkvæmt frétt Reuters fréttstofunnar þá búuðu margir áhorfendur eftir að fjölmiðlasýningu á Under the Skin lauk, en myndin er eftir leikstjórann Jonathan Glazer. 

Fyrr í dag birtum við dimma og lítið eitt ruglingslega kitlu úr myndinni.

Myndinni er lýst sem „óneitanlega metnaðarfullri en þó að lokum deyfðarlegri og fíflalegri sögu af geimveru á vappi“,  í kvikmyndaritinu Variety. Under the Skin er ein 20 mynda sem keppa um Gullna ljónið, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum sem nú er haldin í 70. sinn.

Mynd hins suður kóreska Kim Ki-Duk, Moebius, sem sýnd er utan keppninnar, sem hann vann á síðasta ári með myndinni Pieta, er hinsvegar lýst sem hrífandi spennutrylli um miskunnarlausan okurlánara.

Í Under the Skin er Johansson sem geimveran Laura, mynduð í raunverulegum aðstæðum, þar á meðal í verslanamiðstöð og úti á götu í súldarveðri í skosku þorpi, umkringd almenningi í bænum.

„Fólk tók mynd af manni með símunum sínum og var ekki að hjálpa manni, allskonar skrítnir hluti,“ sagði Johannsson á blaðamannafundi.

Þessi tækni var mikilvæg fyrir innihald myndarinnar sagði Glazer, sem þekktastur er fyrir mynd sína Birth frá árinu 2004.

Laura ekur um í hvítum bíl, og stoppar til að spjalla við óframfærna unga menn.

Kvikmynd Kim fjallar um kynlíf og sársauka og hefst á því að kona sker kynfærin undan unglingssyni sínum, og er slitrótt saga angistar, reiði og æsings, en lítið er um samtöl í myndinni.

Hinn nú limlesti ungi maður og faðir hans gera tilraunir með masókisma og sonurinn þróar með sér samband með fyrrum ástkonu föður síns.

Kim er búinn að klippa myndina til, til að fá hana sýnda í Kóreu, en yfirvöld þar í landi vildu vernda fólk sem ekki hefði náð nægum þroska, fyrir myndinni, að því er leikstjórinn sagði á blaðamannafundi í Feneyjum.

„Það þarf að skoða vandamálið varðandi ritskoðun sérstaklega í framtíðinni,“ sagði Kim, en mynd hans The Isle, varð til þess að tveir menn féllu í yfirlið á hátíðinni í Feneyjum árið 2000.

Kim segir að í Suður Kóreu sé hann sakaður um að gera ofbeldisfullar kvikmyndir sem ráðist gegn Kóreu.

„Ég gagnrýni land mitt því ég elska það. Þó að ég elski land mitt þýðir það ekki að ég eigi að hætta að spyrja spurninga eða að ég eigi að loka augunum,“ bætti hann við.