Jaa í Fast & Furious 7

Ong-Bak stjarnan Tony Jaa hefur verið ráðinn til að leika í sjöundu Fast & Furious myndinni, en tökur á henni hefjast í næsta mánuði. Ekki er vitað hvaða hlutverk Jaa mun leika.

tony jaa

Leikstjóri er James Wan, sem gerði The Conjuring, og handrit skrifar Chris Morgan.

rouseyAuk Jaa bættist bardagalistakonan Ronda Rousey nýlega í leikarahóp myndarinnar sem mun skarta, ekki lesa lengra ef þú sást ekki síðustu mynd, Jason Statham sem aðal þorpara.

„Ég hef verið mikill aðdáandi Fast and Furious seríunnar,“ sagði Jaa í samtali við The Hollywood Reporter. „Myndirnar eru hraðar, skemmtilegar og halda áhorfendum við efnið. Það er frábær blanda af húmor og spennu, eitthvað sem ég kann vel að meta. Ég gæti ekki hugsað mér betri mynd til að taka þátt í sem fyrsta verkefni mitt í Bandaríkjunum.“

Fastamenn í seríunni eru á sínum stað í Fast 7, þeir Vin Diesel, Paul Walker, Dwayne Johnson, Tyrese Gibson ofl. en sögusvið myndarinnar ku verða Los Angeles og nágrenni þar sem hetjurnar þurfa að mæta fólki sem vill hefna fyrir drápið á Owen Shaw, sem leikinn var af Luke Evans í síðustu mynd.

Frumsýning verður 25. júlí nk. í Bandaríkjunum.

 

Jaa í Fast & Furious 7

Ong-Bak stjarnan Tony Jaa hefur verið ráðinn til að leika í sjöundu Fast & Furious myndinni, en tökur á henni hefjast í næsta mánuði. Ekki er vitað hvaða hlutverk Jaa mun leika.

tony jaa

Leikstjóri er James Wan, sem gerði The Conjuring, og handrit skrifar Chris Morgan.

rouseyAuk Jaa bættist bardagalistakonan Ronda Rousey nýlega í leikarahóp myndarinnar sem mun skarta, ekki lesa lengra ef þú sást ekki síðustu mynd, Jason Statham sem aðal þorpara.

„Ég hef verið mikill aðdáandi Fast and Furious seríunnar,“ sagði Jaa í samtali við The Hollywood Reporter. „Myndirnar eru hraðar, skemmtilegar og halda áhorfendum við efnið. Það er frábær blanda af húmor og spennu, eitthvað sem ég kann vel að meta. Ég gæti ekki hugsað mér betri mynd til að taka þátt í sem fyrsta verkefni mitt í Bandaríkjunum.“

Fastamenn í seríunni eru á sínum stað í Fast 7, þeir Vin Diesel, Paul Walker, Dwayne Johnson, Tyrese Gibson ofl. en sögusvið myndarinnar ku verða Los Angeles og nágrenni þar sem hetjurnar þurfa að mæta fólki sem vill hefna fyrir drápið á Owen Shaw, sem leikinn var af Luke Evans í síðustu mynd.

Frumsýning verður 25. júlí nk. í Bandaríkjunum.