Cooper í Lance Armstrong mynd

Warner Bros, Atlas Entertainment og leikstjórinn Jay Roach keppast nú við að koma bíómynd um Lance Armstrong, sjöfaldan sigurvegara Tour de France hjólreiðakeppninnar, sem missti æruna eftir að hann játaði stórfellda lyfjamisnotkun, á koppinn.

lanceDeadline vefurinn segir frá því að leikarinn Bradley Cooper eigi nú í viðræðum um að vera á meðal framleiðenda og leika hlutverk í myndinni, en ekki endilega hlutverk Lance sjálfs. Hitt hlutverkið sem kæmi til greina fyrir Cooper er hlutverk Tyler Hamilton, fyrrum liðfsfélaga Armstrong sem var í innstra hring Armstrong í the US Postal Service Team, og kom fram í fréttaþættinum 60 Minutes og sagði frá lyfjanotkun Armstrong.

bradleyHamilton þurfti að þola formælingar frá Armstrong fyrir að hafa brotið trúnað sem ríkti í innstra hring þeirra félaga.

Fleiri eru með mynd um Armstrong í pípunum. Working Title og leikstjórinn Stephen Frears eru á fullri ferð, með Ben Foster í hlutverki hjólreiðakappans, en handrit skrifar handritshöfundur Trainspotting, John Hodge.

Paramount Pictures og Bad Robot félagarnir JJ Abrams og Bryan Burk, eru síðan með þriðju myndina í vinnslu, en hún er byggð á Cycle Of Lies: The Fall Of Lance Armstrong, bók sem íþróttablaðamaður New York Times, Juliet Macur skrifaði.

Hér fyrir neðan er viðtalið við Hamilton í 60 minutes: