Spielberg langar til Kína

spielbStjörnuleikstjórinn Steven Spielberg ætlaði að taka hressilega U-beygju eftir að hann leikstýrði Lincoln, myndinni um 16. forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, og snúa sér að vélmennatryllinum Robopocalypse. Þegar það verkefni var lagt á hilluna, komið langt á leið, beindi hann athygli sinni að stríðsdramanu American Sniper með Bradley Cooper í aðalhlutverkinu. En þegar ekki tókst að fjármagna þá mynd, gaf Spielberg hana upp á bátinn. Samkvæmt The Film Stage vefsíðunni, vantar Spielberg nú sárlega einhver ný verkefni til að leikstýra, en hann er núna „einungis“ með verkefni sem hann kemur að sem framleiðandi, eins og Jurassic Park 4 og The Adventures of Tintin 2.

zhangThe Film Stage vísar í frétt vefsíðunnar China Daily en þar segir að leikstjórinn hafi áhuga á að gera mynd í Kína með góðvini sínum Zhang Yimou. „Ég væri til í að gera mynd í Kína með mínum kæra vini [ Zhang Yimou].

„Við myndum vinna saman í alþjóðlegri mynd sem myndi gerast í Kína.“

Engar fleiri upplýsingar koma fram í viðtalinu, nema að myndin myndi gerast í samtímanum.

„Ég gerði Empire of the Sun í Shanghai á níunda áratugnum og vil koma einn daginn aftur og gera mynd í Kína.“

Zhang vinnur nú að mynd eftir ævintýrinu um Hringjarann frá Notre Dame, kroppinbakinn hugljúfa Quasimodo, með Josh Brolin í aðalhlutverki, ásamt því að vinna að kínversku myndinni Return.