Kutcher leikur Jobs – Fyrsta stikla

Fyrsta sýnishornið fyrir kvikmyndina um stofnanda Apple, Steve Jobs hefur verið gert opinbert. Ashton Kutcher leikur aðalhlutverkið og er hvað þekktastur fyrir grín og gamaleik sem og leik í rómantískum myndum en hann þykir svo sláandi líkur Jobs á yngri árum að það var ekki hjá því komist að ráða hann í hlutverkið.

Myndin segir sögu Steve Jobs allt frá því að hann hætti í menntaskóla og þar til hann varð einn hugmyndaríkasti og virtasti frumkvöðull 20. aldarinnar.

Steve Jobs sem dó úr krabbameini árið 2011, þekktu flestir sem stofnanda Apple, en þessi maður á einnig heiðurinn af heimilstölvunum sem hann fann upp á 8. áratug síðustu aldar.

Leikstjóri myndarinnar er Joshua Michael Stern og ásamt Kutcher leika í myndinni m.a. þau Dermot Mulroney, James Woods, Lukas Haas, Ron Eldard, Matthew Modine og Amanda Crew.