Vampírubækur del Toro á leið í sjónvarp

Hinn Óskarstilnefndi leikari John Hurt mun leika á móti Corey Stoll og Mia Maestro, í prufuþætti af drama-spennutryllisseríunni The Strain, sem leikstjórinn og framleiðandinn Guillermo del Toro og Carlton Cuse framleiða, en horft er til þess að framleiða 13 þætti til að sýna á FX sjónvarpsstöðinni, ef allt gengur eftir.

john hurt

Handrit skrifar Del Toro sjálfur ásamt  Chuck Hogan, en það er byggt á þremur vampírubókum þeirra sem fjalla um Dr. Ephraim Goodweather, sem leikinn verður af Corey Stoll, sem er yfirmaður miðstöðvar sjúkdómavarna í New York borg í Bandaríkjunum. Hann og starfslið hans er kallað til, til að rannsaka dularfullan vírus sem ber merki um aldagamlan og illan vampírisma.

Hurt, sem fyrst vann með del Toro í Hellboy frá árinu 2004, mun leika prófessor Abraham Setrakian, eftirlifanda úr helför nasista sem flutti til Bandaríkjanna eftir seinni heimsstyrjöldina og rekur núna veðlánabúð í spænska Harlem í New York.

Eftir því sem vampírufaraldurinn breiðist út þá gæti hann verið sá eini með réttu svörin – þ.e. ef einhver vill hlusta.

the strain„Ég er ótrúlega heppinnn að fá að vinna aftur með John, sem er einn besti leikarinn í heiminum í dag og ein af mínum uppáhalds manneskjum allra tíma,“ sagði del Toro. „Chuck og ég sáum hann alltaf fyrir okkur þegar við skrifuðum The Strain skáldsögurnar og hann er fullkominn í hlutverkið!“.

Kevin Durand, Richard Sammel, Lauren Lee Smith, Jonathan Hyde og Miguel Gomez eru einnig á meðal leikenda.

Hurt fékk Óskarstilnefningu fyrir leik sinn í The Elephant Man og Midnight Express og lék Ollivander í Harry Potter myndunum.