Metallica Through the Never – fyrsta kitla!

Fyrsta kitlan fyrir nýju Metallica myndina, Metallica Through the Never, sem fjallar um þungarokkssveitina heimsfrægu Metallica, er komin út, en myndinni er leikstýrt af Nimród Antal, sem gerði Predators og Kontrol.

metalica

Myndin fjallar um mann úr starfsliði sveitarinnar þegar hún er á tónleikaferðalagi, sem leikinn er af The Amazing Spider-Man 2 leikaranum Dane DeHaan,  sem sendur er í áríðandi sendiferð á sama tíma og hljómsveitin er að spila á troðfullum risatónleikum. Sendiförin á eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar, eins og sést í kitlunni.

Myndin er tekin upp í þrívídd og verður m.a. sýnd í IMAX risabíóum.

Sjáðu kitluna hér fyrir neðan:

Metallica Through the Never verður frumsýnd í IMAX bíóum 27. september nk. og í annarskonar bíóhúsum 4. október.