Fjölbreytt dagskrá á Reykjavík Shorts & Docs

Stutt- og heimildarmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival verður haldin í 11. sinn í Bíó Paradís, Kex Hostel og Slipp Bíó á Reykjavík Marina dagana 9.-16. maí.

Auk íslenskra stuttmynda verða sýndar pólskar og þýskar stuttmyndir. Heimildarmyndir verða einnig í brennidepli á hátíðinni og má þar nefna heimildarmyndina Mission to Lars sem fjallar um einhverfan mann sem þráir að hitta trommarann Lars Ulrich úr þungarokkshljómsveitinni Metallica, og mun sú mynd opna hátíðina. Einnig verður sérstakur flokkur tileinkaður stutt- og heimildarmyndum um málefni lesbía, homma, tvíkynhneigða og transfólks.

Dagskrá Reykjavík Shorts & Docs Festival.

Alls verða 88 myndir á hátíðinni og ættu allir að geta fundið einhvað við sitt hæfi. Hefðbundið miðaverð er á allar sýningar í Bíó Paradís en frítt er á sýningar hátíðarinnar á Kex Hostel og Slipp Bíó. Auk kvikmyndasýninga verða tónleikar, pallborðsumræður, vinnusmiðjur og fjöldi annarra viðburða á hátíðinni.