Colin Firth prófaði sveifluna fyrir nýja golfmynd

Colin Firth prófaði golf í fyrsta sinn í rannsóknarskyni  fyrir nýjustu mynd sína Arthur Newman. Hann komst fljótlega að því hann er langt í frá efnilegur kylfingur.

„Ég hafði aldrei séð eina einustu golfsveiflu alla mína ævi, þannig að þetta var eins og annað tungumál fyrir mér,“ sagði enski leikarinn við WENN. „Ég hef nógu marga veikleika til að bæta ekki við einum í viðbót. Ég hef séð hvað kemur fyrir vini mína sem ánetjast golfinu.“

„Ég get vel skilið hvernig menn verða háðir golfinu þegar menn ná góðum höggum. Það gerist eitthvað og það verður til einhver spenna hjá fólki.“

Firth prófaði að sveifla kylfunni innandyra í London og lét sér það nægja því í myndinni þarf hann ekki að spila íþróttina heldur aðeins þykjast slá kúluna. Í myndinni leikur hann mann sem sviðsetur dauða sinn og hefur nýtt líf sem atvinnumaður í golfi.