Ísland í fyrsta sæti

Það kemur væntanlega fáum á óvart, en „Íslandsmynd“ Tom Cruise, vísindatryllirinn Oblivion, fór rakleiðis í efsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, og þénaði meira en þrisvar sinnum meira en myndin í öðru sæti, The Croods, sem er á sinni þriðju viku á lista.

Tekjur af Oblivion námu 6,8 milljónum íslenskra króna á meðan tekjur af The Croods námu  rúmum tveimur milljónum króna.

Ný í þriðja sætinu er gamanmyndin The Incredible Burt Wonderstone, með þeim Steve Carell og Jim Carrey í aðalhlutverkunum. Í fjórða sætinu, og fellur niður um þrjú sæti úr fyrsta sætinu, er G.I. Joe: Retaliation. Íslenska drauga-grínmyndin Ófeigur gengur aftur eftir Ágúst Guðmundsson er síðan í fimmta sætinu, og fer niður um tvö sæti á milli vikna.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum en það er danska gíslatökumyndin Kapringen. 

Sjáðu lista 19 vinsælustu mynda á Íslandi hér fyrir neðan: