Die Hard leikstjóri kveður börnin og fer í fangelsi

Eins og við sögðum frá á síðasta ári þá var leikstjóri Die Hard, John McTiernan, dæmdur í fangelsi á síðasta ári fyrir að bera ljúgvitni og ljúga að alríkislögreglunni FBI í svokölluðu Anthony Pellicano Hollywood símahlerunarmáli.

Vefsíðan TheWrap greindi frá því í dag að McTiernan hefði hafið afplánun í gær, miðvikudaginn 3. apríl, og birti af því tilefni ljósmynd af McTiernan að kveðja börnin sín, þau Jack 10 ára og Truman 12 ára, en vefmiðillinn fékk einkarétt á að birta myndina frá fjölskyldu leikstjórans.

Smellið hér til að skoða þessa mynd.

McTiernan mun þurfa að sitja í grjótinu í 12 mánuði, en hann mun afplána dóminn í lágmarks öryggisfangelsi í Yankton í Norður Dakóta.

McTiernan hefur nú síðustu ár búið á búgarði í Wyoming ásamt eiginkonu og tveimur börnum.

Aðrar myndir McTiernan eru m.a. The Hunt for Red October, Thomas Crown Affair, Predator og Last Action Hero.