Hlustaðu á titillag Oblivion

Tónlist er ávallt ríkur þáttur  í upplifun á bíómyndum, en stundum getur verið gaman að hlusta á tónlistina án þess að horft sé á myndina um leið.

Anthony Gonzales semur tónlistina fyrir framtíðarmyndina Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverkinu, sem væntanleg er í bíó hér á Íslandi 12. apríl nk. Myndin var að hluta til tekin upp hér á Íslandi síðasta sumar.

Hér að neðan er umslag plötunnar með tónlistinni úr myndinni:

Með því að smella hér má hlusta á titillag myndarinnar „Oblivion“, en það er sungið af hinni norsku Susanne Sundfør. 

Hér að neðan er annað lag úr myndinni, StarWaves:

Samkvæmt frétt tónlistarblaðsins Rolling Stone þá samdi Gonzales tónlistina með Joseph Trapanese, en Trapanese vann einmitt með rafpopphljómsveitinni Daft Punk við tónlistina í kvikmyndinni Tron: Legacy.