Deep Throat leikari látinn

Harry Reems, sem varð að einskonar táknmynd klámmyndaiðnaðarins eftir að hann var ráðinn til að leika á móti Linda Lovelace í metsöluklámmyndinni Deep Throat, eða Djúpt í koki, frá árinu 1972, er látinn, 65 ára að aldri. Reems lést á spítala í Salt Lake City, banamein hans var margskonar krankleiki, þar á meðal krabbamein í brisi.  Hann var 65 ára þegar hann lést.

Andlát hans þýðir að hann verður ekki í sviðsljósinu þegar ný ævisöguleg bíómynd sem fjallar meðal annars um áhrifin sem hann og Linda Lovelace höfðu á siðgæðisvitund almennings, verður frumsýnd síðar á þessu ári. Í myndinni fer Amanda Seyfried með hlutverk Lovelace en Adam Brody fer með hlutverk Reem.

Linda Lovelace lést árið 2002, en hún er sú sem flestir muna eftir úr myndinni, en færri muna eftir Reems.

Reems, sem hét upphaflega Herbert Streicher, fékk samt mikla athygli eftir að myndin var frumsýnd, þó honum hafi ekki endilega líkað öll athyglin. Það að hann var ráðinn í hlutverk læknis sem hjálpar Lovelace við að skoða undarlega viðkvæmt svæði djúpt í koki hennar, var slys. Upprunalegi leikarinn sem var ráðinn í starfið mætti ekki og þegar leikstjórinn sá Reems, sem vann sem ljósamaður við myndina, þá var hann ráðinn í staðinn.

Reems, var á þessum tíma með heljarinnar mikið yfirvararskegg auk þess sem hann var loðinn eins og api á bringunni, sem var hin fullkomna karlmennskuímynd  þess tíma.

Reems lét hafa það eftir sér oftar en einu sinni að honum hafi verið greiddir 800 Bandaríkjadalir fyrir leik sinn í myndinni, sem átti eftir að þéna 600 milljónir dollara um allan heim. Það sem verra var að þá var hann árið 1976 sakfelldur fyrir klám, en slapp við fangelsi einungis af því að frægir leikarar eins og Jack Nicholson og Warren Beatty beittu sér í málinu.

Á þessum tíma var hann orðinn áfengissjúkur, en áfengið dró hann nærri því til dauða. „Ég ætti að vera dáinn. Ég þekki fullt af fólki sem drakk mun minna en ég, sem er látið,“ sagði Reems eitt sinn í viðtali. „Guð hefur skilið mig eftir hér á Jörðu í einhverjum tilgangi, og ég held að það sé til þess að ég geti bjargað mannslífum.“

Árið 1980 fór Reems á snúruna og hætti að drekka, gerðist trúaður og varð svo fasteignasali í Salt Lake borg. „Hann hataði, í lokin, að leika í klámmyndum,“ sagði Jeanne Reems, ekkja hans eitt sinn. „En það var það eina sem hann gat fengið peninga fyrir að gera.“

„Ég hitti hann löngu eftir að hann hætti í klámmyndabransanum. Bransinn í raun eyðilagði hann,“ sagði vinur hans Don Schenk, og bætti við að Reems hafi verið góður golfari og skíðamaður. „Hann hefði aldrei talað um klámið – við töluðum alltaf um það að hann væri sigurvegari, sem bjargaðist,“ sagði Schenk.