Frumsýning: Öskubuska í Villta vestrinu

Sambíóin frumsýna á föstudaginn næsta, þann 15. febrúar, teiknimyndina Öskubuska í villta vestrinu, eða Cinderella 3D.

„Einu sinni … Í villta vestrinu, var kúrekastelpa sem vann dag og nótt fyrir vondu stjúpmóðir sína og illgjörnu stjúpsystir í rykugum landamærabæ,“ segir í kynningu Sambíóanna á myndinni.

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:

„En þetta er ekki dæmigerð Öskubusku saga. Þegar hertogaynjunni er rænt af bófaflokk,verður Öskubuska að fara í ærslafulla leit til að bjarga henni, krefjast þess að fá tönnina sem hún missti á dansleiknum, og fanga hjarta prinsinn til að verða alvöru prinsessa.
Vertu tilbúin að söðla um og sjá nýtt útlit á klassísku ævintýri, full af fjörugum ævintýrum.“

Aðalhlutverk: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Orri Huginn Ágústsson, Guðfinna Rúnarsdóttir, Steinn Árman Magnússon ofl.

Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir

Bíó: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri

Aldurstakmark: Öllum leyfð