Stelpan í Marfa valin best í Róm

Leikstjórinn Larry Clark, sem frægur er fyrir myndirnar Kids og Bully, vann aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Róm á Ítalíu um síðustu helgi, The Golden Marcus Aurelius prize, fyrir mynd sína Marfa Girl.

Marfa Girl gerist í Texas í Bandaríkjunum nálægt landamærunum að Mexíkó. Í bænum býr spænskumælandi fólk, hvítar verkamannafjölskyldur og hippa -listamenn.

Skoðið stikluna hér að neðan:

Aðalhlutverk leikur Adam Mediano, sem leikur hina fremur ráðvilltu unglingshetju og lostafulla listnema, Drake Burnett.  Jeremy St James leikur síðan landamæravörð, sem er við það að brotna saman.
Myndin fjallar um innra líf Drake og annarra persóna í bænum og samskipti við landamæravörðinn.

Bara sýnd á Netinu

Larry hefur ákveðið að sýna myndina eingöngu á heimasíðu sinni www.larryclark.com, og fara þannig framhjá „spilltum dreifingaraðilum í Hollywood“ eins og hann hefur orðað það sjálfur.

Það kostar 5,99 Bandaríkjadali að horfa á myndina á vefsíðunni.