Frumsýning – Cloud Atlas

Bandaríska kvikmyndin Cloud Atlas verður frumsýnd á föstudaginn. 9. nóvember. Í tilkynningu frá Senu segir að hér sé á ferðinni áhrifarík og tilfinningaþrungin stórmynd sem gerð sé eftir metsölubók breska rithöfundarins Davids Mitchell.

Handritsgerð og leikstjórn er í höndum Wachowski systkinanna sem gerðu Matrix myndirnar ásamt Tom Tykwer sem gerði m.a. Run Lola Run. „Þetta metnaðarfulla epíska þrekvirki nær yfir aldir og kannar hvernig hegðun og afleiðingar lífshlaups einstaklinga hafa víxlverkandi áhrif í fortíð, nútíð og framtíð. Spenna, leyndardómur og rómantík fléttast saman á dramatískan hátt þegar ein sál breytist úr morðingja í hetju og afleiðinga af einu góðverki gætir gegnum aldir og verður kveikja að byltingu í fjarlægri framtíð,“ segir í tilkynningu bíósins.

Myndin hefur verið að fá góða viðtökur gagnrýnenda, eins og kemur fram í tilkynningunni:

Robert Ebert segir: „Hvílík mynd! Og hvílíkt sjónarspil af þeim töfrum og draumkenndu eiginleikum sem kvikmyndir búa yfir.“

ScreenRant.com segir: „Hafi nokkurri kvikmynd tekist að fanga athygli áhorfandans fullkomlega er það Cloud Atlas.“

New York Times segir: „Mesta mynd sem hægt er að fá á verði eins bíómiða.“

Variety segir:  „Mikil andleg æfing sem veitir mikil tilfinningaleg laun.“

Detroit News segir: „Þessi mynd er jafn stór og sjálft lífið.“

Cloud Atlas verður frumsýnd á Íslandi á föstudag í eftirfarandi kvikmyndahúsum: Smárabíói, Háskólabíói, Egilshöll og Borgarbíó Akureyri.