American Pie 5 á leiðinni

Margir voru skeptískir þegar tilkynnt var að bjarga ætti American Pie seríunni úr helvíti laustengdra beint-á-DVD mynda, og gefa út nýja mynd (í kvikmyndahús!) með upprunalega leikhópnum. Stundum er bara betra að láta kyrrt liggja. En American Reunion kom, sá og sigraði og sýndi með því að eitthvað líf væri ennþá í greddumyndaseríunni. Flestir bjuggust samt við að þar með væri smiðshögg seríunnar rekið – myndin hafði lokakafla blæ yfir sér, svo ekki sé talað um að tagline hennar var „Save the best piece for last“.

En svo virðist ekki vera! Universal voru nógu ánægðir með 233 milljóna dala innkomu myndarinnar á heimsvísu, að þeir ætla að láta reyna á framhald. Jon Hurwitz og Hayden Schlossberg, mennirnir sem skrifuðu og leikstýrðu American Reunion (og þar áður Harold & Kumar Escape From Guantanamo Bay), hafa verið fengnir til þess að sjá um verkið.

Enn sem komið er vitum við ekkert um titil, söguþráð eða hvort allur leikhópurinn er væntanlegur aftur. Þannig að má ekki bara bjóða lesendum að koma með sýnar hugmyndir um hvert serían stefnir? Brúðkaup pabba Jims og mömmu Stifflers? Hópfrí?