Dettifoss úr Prometheus heillar Reddit

Já, það er frekar rólegur fréttadagur í dag, en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að grafa upp gull inn á milli. En þetta er einfaldlega létt örfrétt sem gæti kitlað ykkur.

Athygli vakti á vefsíðunni Reddit.com að fossinn sem sást í upphafi myndarinnar Prometheus var raunverulegur og staðsettur hérlendis. En margir virðast hafa haldið að þetta væri ekki raunveruleg staðsetning miðað við ummælin við hlekknum- engin furða að ísland sé þá notað myndir sem landslag framandi heima utan jarðarinnar.

Hlekkurinn náði upp í þrettánda sæti á forsíðunni í dag með yfir 780 ummæli og rúmlega 1900 ‘upvotes’.

Og að sjálfsögðu er fólkið á Reddit alltaf með húmorinn á réttum stað.

Þó sumir séu fyndnari en aðrir.

Ef þetta kitlar ykkur mæli ég með að þið kíkið á þráðinn (hlekkur efst… eða hér), alveg nóg að tala um þar og þar má finna jafnvel fleiri skondin ummæli tengd þræðinum eins og þessi fyrir ofan.