Dust vinsælastur á Fanfest

þetta á að vera banner annars  *urr *

Um helgina hélt CCP sýna árlegu EVE-fanfest í Hörpunni. Ég verð að segja að Harpan er fullkomin til að halda svona hátíð. Hún er stór, það eru margir salir og smærri herbergi,  þannig er hægt að vera með margt í gangi í einu án þess að trufla það sem gerist í næsta herbergi eða sal. Gestir hátíðarinnar gátu fylgst með og hlustað á það sem var að gerast á hinum ýmsu stöðum í Hörpunni.

Hátíðin stækkar á hverju ári. Sífellt fleiri gestir koma á hátíðina. Gestirnir eru ýmist miklir EVE-spilarar, fyrrverandi spilarar og svo þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með þróun fyrirtækisins og afurða þess. Gaman var að fylgjast með CCP Developers sem alltaf voru til í að spjalla við fólk, um gerð leiksins og framtíðina, hvort heldur var á sýningunni sjálfri eða afslöppuðu kráarrölti að kvöldi.

"Shut up and take my money!"

Markmiðið er að kynna breytingar í EVE heiminum og leikinn sem við erum flest búin að bíða spennt eftir síðan við fengum að sjá fyrstu stikluna af Dust 514 árið 2009. Dust 514 er tengdur við EVE heiminn. Leikurinn gengur út á það að þú ert málaliði og ert ráðinn af EVE spilurum til að fara á plánetu og yfirtaka svæði. Áður en að þér er hent í stríðið þá færðu að ganga í kringum klefann þinn og færð að velja þau vopn og þá hluti sem að þú munt taka með þér í stríðið. Í þessum hluta færðu að sjá heiminn í þriðju persónu. Ég datt strax í það að skoða allt umhverfið sem er mjög flott og á bara eftir að verða flottara. Dust virkar eins og hver annar fyrstu persónuskotleikur og eru stýringarnar virkilega þægilegar og auðvelt að detta inn í leikinn.

Leikurinn er eins og venjulegur leikur þar sem hægt er að velja milli ólíkra gerða hermanna og vopna. Ég valdi klassískan hermann. Byssan er flott, öflug og þægileg í notkun þrátt fyrir að miðunin fór smávægilega í taugarnar á mér. Mér var sagt að þegar að leikurinn verður tilbúinn þá muntu geta breytt öllu útlitinu á þér, vopnunum og stýringum leiksins allt eins og þér finnst þægilegast. Dust mun taka gamla hugmynd frá Battlefield 2 og bæta hana. Í leiknum munt þú geta verið valinn sem stjórinn yfir liðinu, þá munt þú vera í flaug og sjá allt yfirborðið og getur gefið skipanir til hermannanna á svæðinu. Þrátt fyrir að þú sért stjórinn þá getur þú verið drepinn og getur tapað, ef flaugin þín verður skotin niður. Ég held að það sé óhætt að segja að maður sé virkilega spenntur fyrir því hvernig þessi fídus í leiknum mun koma út.

Dust verður ókeypis, en þú getur borgað með eigin peningum fyrir vopn og aðra hluti. Einnig verður hægt að skipta vopnum sem þú hefur keypt með ISK (sem er gjaldeyrinn sem þú færð borgað fyrir verkefnin þín) í stað vopna sem að hafa verið borguð fyrir með alvöru peningum. Það sem var athyglisverðast á hátíðinni var að sjá hvernig EVE virkar með Dust. Þessir tveir leikir vinna saman þannig að leikmaður úr Dust getur beðið aðila úr EVE um að skjóta sprengjum niður á plánetuna til að hjálpa sér.

CCP var ekki bara að sýna fólki eitthvað úr EVE heiminum. Á næstunni munum við fá glænýjan heim sem verður byggður í kringum Vampire Masquerade. Sá leikur er mjög gamall, en er með betri leikjum sem að maður hefur spilað, heimurinn er nánast fullkominn. Nýi leikurinn á að heita World of Darkness. Hann er búinn að vera lengi í vinnslu.  55 manns vinna við leikinn í Atlanta. Starfsmenn CCP sem hafa prufað hann líst vel á það sem þeir hafa séð. World of Darkness mun halda sér við „Sandbox“ stefnuna hjá EVE en er það sem CCP eru þekktastir fyrir. Það þýðir að leikmennirnir byggja sjálfir söguna sem heimurinn lifir við. Þeir sem sjá um World of Darkness lofa að leikurinn verði líka drifinn af leikmönnunum. Sagt er að bardagakerfið í leiknum verði mikið „hand to hand“ og að það eigi eftir að vera frekar dimmt.  Pólitíkina í World of Darkness mun vega meira en í EVE. Aðdáendur heimsins munu gleðjast, því að tískan úr heiminum mun verða stærri og meiri en það er einn af þeim hlutum sem hefur gert heiminn vinsælan.

bíðum spennt eftir þessum leik

Að lokum verð ég að segja að ég er virkilega ánægður með það að það sé svona stór hátíð á Íslandi. Allir þeir sem tóku þátt í hátíðinni af hálfu CCP voru alltaf tilbúnir að spjalla við gesti hátíðarinnar og finnst mér það mjög eftirsóknarvert fyrir okkur áhugamennina. Ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á tölvuleikjum reyni að mæta á næsta ári. Sérstaklega ef að plan CCP virkar, sem er að gera EVE+Dust að stærsta leik heims og miðað við beta spilunina á Dust þá hef ég mikla trú á því og hlakka til að fylgjast með CCP í framtíðinni.

Ekki voru fáir í Hörpunni yfir helgina

 

Dust vinsælastur á Fanfest

þetta á að vera banner annars  *urr *

Um helgina hélt CCP sýna árlegu EVE-fanfest í Hörpunni. Ég verð að segja að Harpan er fullkomin til að halda svona hátíð. Hún er stór, það eru margir salir og smærri herbergi,  þannig er hægt að vera með margt í gangi í einu án þess að trufla það sem gerist í næsta herbergi eða sal. Gestir hátíðarinnar gátu fylgst með og hlustað á það sem var að gerast á hinum ýmsu stöðum í Hörpunni.

Hátíðin stækkar á hverju ári. Sífellt fleiri gestir koma á hátíðina. Gestirnir eru ýmist miklir EVE-spilarar, fyrrverandi spilarar og svo þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með þróun fyrirtækisins og afurða þess. Gaman var að fylgjast með CCP Developers sem alltaf voru til í að spjalla við fólk, um gerð leiksins og framtíðina, hvort heldur var á sýningunni sjálfri eða afslöppuðu kráarrölti að kvöldi.

"Shut up and take my money!"

Markmiðið er að kynna breytingar í EVE heiminum og leikinn sem við erum flest búin að bíða spennt eftir síðan við fengum að sjá fyrstu stikluna af Dust 514 árið 2009. Dust 514 er tengdur við EVE heiminn. Leikurinn gengur út á það að þú ert málaliði og ert ráðinn af EVE spilurum til að fara á plánetu og yfirtaka svæði. Áður en að þér er hent í stríðið þá færðu að ganga í kringum klefann þinn og færð að velja þau vopn og þá hluti sem að þú munt taka með þér í stríðið. Í þessum hluta færðu að sjá heiminn í þriðju persónu. Ég datt strax í það að skoða allt umhverfið sem er mjög flott og á bara eftir að verða flottara. Dust virkar eins og hver annar fyrstu persónuskotleikur og eru stýringarnar virkilega þægilegar og auðvelt að detta inn í leikinn.

Leikurinn er eins og venjulegur leikur þar sem hægt er að velja milli ólíkra gerða hermanna og vopna. Ég valdi klassískan hermann. Byssan er flott, öflug og þægileg í notkun þrátt fyrir að miðunin fór smávægilega í taugarnar á mér. Mér var sagt að þegar að leikurinn verður tilbúinn þá muntu geta breytt öllu útlitinu á þér, vopnunum og stýringum leiksins allt eins og þér finnst þægilegast. Dust mun taka gamla hugmynd frá Battlefield 2 og bæta hana. Í leiknum munt þú geta verið valinn sem stjórinn yfir liðinu, þá munt þú vera í flaug og sjá allt yfirborðið og getur gefið skipanir til hermannanna á svæðinu. Þrátt fyrir að þú sért stjórinn þá getur þú verið drepinn og getur tapað, ef flaugin þín verður skotin niður. Ég held að það sé óhætt að segja að maður sé virkilega spenntur fyrir því hvernig þessi fídus í leiknum mun koma út.

Dust verður ókeypis, en þú getur borgað með eigin peningum fyrir vopn og aðra hluti. Einnig verður hægt að skipta vopnum sem þú hefur keypt með ISK (sem er gjaldeyrinn sem þú færð borgað fyrir verkefnin þín) í stað vopna sem að hafa verið borguð fyrir með alvöru peningum. Það sem var athyglisverðast á hátíðinni var að sjá hvernig EVE virkar með Dust. Þessir tveir leikir vinna saman þannig að leikmaður úr Dust getur beðið aðila úr EVE um að skjóta sprengjum niður á plánetuna til að hjálpa sér.

CCP var ekki bara að sýna fólki eitthvað úr EVE heiminum. Á næstunni munum við fá glænýjan heim sem verður byggður í kringum Vampire Masquerade. Sá leikur er mjög gamall, en er með betri leikjum sem að maður hefur spilað, heimurinn er nánast fullkominn. Nýi leikurinn á að heita World of Darkness. Hann er búinn að vera lengi í vinnslu.  55 manns vinna við leikinn í Atlanta. Starfsmenn CCP sem hafa prufað hann líst vel á það sem þeir hafa séð. World of Darkness mun halda sér við „Sandbox“ stefnuna hjá EVE en er það sem CCP eru þekktastir fyrir. Það þýðir að leikmennirnir byggja sjálfir söguna sem heimurinn lifir við. Þeir sem sjá um World of Darkness lofa að leikurinn verði líka drifinn af leikmönnunum. Sagt er að bardagakerfið í leiknum verði mikið „hand to hand“ og að það eigi eftir að vera frekar dimmt.  Pólitíkina í World of Darkness mun vega meira en í EVE. Aðdáendur heimsins munu gleðjast, því að tískan úr heiminum mun verða stærri og meiri en það er einn af þeim hlutum sem hefur gert heiminn vinsælan.

bíðum spennt eftir þessum leik

Að lokum verð ég að segja að ég er virkilega ánægður með það að það sé svona stór hátíð á Íslandi. Allir þeir sem tóku þátt í hátíðinni af hálfu CCP voru alltaf tilbúnir að spjalla við gesti hátíðarinnar og finnst mér það mjög eftirsóknarvert fyrir okkur áhugamennina. Ég mæli með því að allir sem hafa áhuga á tölvuleikjum reyni að mæta á næsta ári. Sérstaklega ef að plan CCP virkar, sem er að gera EVE+Dust að stærsta leik heims og miðað við beta spilunina á Dust þá hef ég mikla trú á því og hlakka til að fylgjast með CCP í framtíðinni.

Ekki voru fáir í Hörpunni yfir helgina