Abraham með exi!

Entertainment Weekly birti glænýjar stillur úr hinni vægast sagt forvitnilegu Abraham Lincoln: Vampire Hunter, sem verður frumsýnd í sumar. Myndinni er leikstýrt af nokkrum Timur Bekmambetov (sem, fyrir þá sem ekki vita, gerði Night Watch, Day Watch og Wanted) og gegnir Tim Burton einnig hlutverki framleiðanda.

Titillinn segir meira eða minna allt sem segja þarf um hvers konar mynd er um að ræða, en kaldhæðnislega er Steven Spielberg einnig að vinna í Lincoln-mynd með Daniel Day-Lewis í aðalhlutverkinu. Augljóslega verður sú mynd talsvert raunsærri en þessi og verður spennandi að sjá hvor þeirra kemur betur út (hvað segið þið?).

Í Vampire Hunter leika meðal annars Mary Elizabeth Winstead, Dominic Cooper, Alan Tudyk, Rufus Sewell og Benjamin Walker, sem fer með titilhlutverkið.

Þarna spyrja margir sig eflaust: „Hver er þessi Benjamin Walker?“
Nú, hann lék t.d. ungan Kinsey/Liam Neeson, þar sem hann átti ekki margar senur en í einni þeirra stundaði hann sjálfsfróun í mannskemmandi nærmynd.