Ben Gazzara er látinn

Ítalski leikarinn, handritshöfundurinn og leikstjórinn Ben Gazzara lést í gær 81 árs að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í New York úr krabbameini í briskirtli. Hann hlaut fjölmörg Tony verðlaun fyrir hlutverk sín ásamt því að fá Emmy verðlaun fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsmyndinni Histerical Blindness sem kom út árið 2002.

Gazzara hóf ferilinn árið 1954 sem leikari á Broadway en leiddist fljótt út í sjónvarpshlutverk og varð þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Run For Your Life sem voru vinsælir á 7.áratug síðustu aldar. Ferill hans í sjónvarpi óx jafnt og þétt og undir lokin hafði hann leikið í yfir 100 mismunandi þáttaröðum.

Ásamt því að vera vel þekktur fyrir leik sinn í sjónvarpi þá tók hann að sér fjölmörg kvikmyndahlutverk. Hann vakti mikla athygli fyrir hlutverk sitt í Anatomy of a Murder sem kom út árið 1959.

Flestir sem skoða kvikmyndir.is muna kannski helst eftir honum úr The Big Lebowski þar sem hann lék klámmyndaframleiðandann Jackie Treehorn (sem hann var fáránlega svalur). Þeir sem muna ekki eftir honum geta smellt hér.