115 virtustu myndasögumyndirnar

Kvikmyndir sem byggðar eru á myndasögum eiga sér sérstakan sess hjá langflestum bíóáhugamönnum enda er um að ræða ansi breiðan striga, og þar eru t.d. ofurhetjumyndir bara partur af heildarklabbinu. Gagnrýnendur og áhorfendur hafa þó ekki alltaf verið á sömu skoðun með margar myndasögubíómyndir og það er alltaf jafngaman að deila um hvaða myndir eru góðar og vondar.

Kvikmyndasíðan Dark Horizons tók saman ansi skemmtilegan lista með því að smala saman yfir 127 kvikmyndum sem byggðar eru á myndasögum og búa til meðaleinkunn með því að taka saman tölurnar sem þær fengu á Rotten Tomatoes, IMDb og Metacritic. Ansi sniðugt.

Mynd eins og Watchmen er með 6.2/10 í meðaleinkunn á RT, 56/100 á Metacritic og 7.7 á IMDb. Reikningurinn er ekkert bilaðslega nákvæmur, en hann lýsir sér einhvern veginn svona:

(6.2 x 10) + 56 + (7.7 x 10) = 195 / 3 = 65.00. Lokatalan myndi þá vera 65.00 af 100.

Það voru rúmlega 127 myndir taldar með í þessu en ýmsar voru ekkert marktækar á endanum því það voru of fáir sem dæmdu þær, þar á meðal einhverjar Asterix-myndir, Prince Valiant, Sheena o.fl.

Hér eru þær 115 sem voru eftir:





Og augljósa spurningin er….

Álit??