Disney kvikmyndar björgunarafrek

Disney fyrirtækið hefur keypt kvikmyndaréttinn á bók Casey Sherman og Michael J Tougias, The Finest Hours.

Bókin, sem kom út árið 2009, fjallar um ótrúlegt björgunarafrek bandarísku strandgæslunnar árið 1952 undan strönd Cod höfða. Bjarga þurfti mönnum af tveimur stórum olíuflutningaskipum sem brotnuðu í tvennt í stórsjó þegar óveður gekk yfir.

Fjórar tilraunir voru gerðar til björgunar, og fóru björgunarteymin út á sjó í gömlum trébátum, illa búnum til björgunarstarfa, á móti ísköldu hvassviðrinu og risastórum öldum. Þeim tókst það ótrúlega, að bjarga þeim 84 mönnum sem biðu á olíuskipunum.

Disney hefur ráðið handritshöfunda The Fighter til að skrifa kvikmyndahandritið að myndinni, þá Paul Tamsay og Eric Johnson, en handrit þeirra fyrir The Fighter skilaði þeim Óskarstilnefningu.

Ekkert er enn komið í ljós varðandi hverjir munu leika, en líklega verða einhverjar stjörnur fengnar um borð.