Uncharted fær nýjan leikstjóra

Aðdáendur tölvuleikjaseríunnar Uncharted geta nú andað léttar, en leikstjórinn David O. Russell hefur yfirgefið framleiðslu kvikmyndarinnar. Í lýsingu Russell á myndinni sem hann hugðist gera var ljóst að hann hafði engan áhuga á sögu leikjanna og stóð til að breyta stórum hlutum hennar fyrir myndina.

Neil Burger, sem er hvað þekktastur fyrir mynd sína The Illusionist ásamt Limitless, hefur nú sest í leikstjórastólinn. Talið er líklegt að Burger muni heiðra sögu leikjanna en sömuleiðis er nú unnið að nýju handriti. Enn er óvitað hvort Mark Wahlberg muni fylgja í fótspor Russell, en hann hafði tekið að sér aðalhlutverkið.