18 myndir keppa á Stuttmyndadögum í Bíó Paradís

Stuttmyndadagar í Reykjavík fara fram í Bíó Paradís dagana 15.-16. júní næstkomandi. Stuttmyndadögum bárust 65 myndir og voru 18 þeirra valdar til að keppa á hátíðinni. Þær eru:

Between, leikstjóri er María Þórdís Ólafsdóttir

Blæbrigði, leikstjóri er Anni Didriksen Ólafsdóttir

Boy, leikstjóri er Eilífur Örn Þrastarson

Drottinn blessi heimilið, leikstjóri er Jón Tómas Einarsson

Eitt skot, leikstjóri er Guðni Líndal Benediktsson

Engill, leikstjóri er Haraldur Sigurjónsson

Freyja, leikstjóri er Marsibil Sæmundardótttir

In Memoriam, leikstjóri er Haukur M

Klás, leikstjóri er Ragnar Snorrason

Moon Into Blood, leikstjóri er Einar Baldvin

Overman, leikstjóri er Daníel I. Bjarnason

Shirley, leikstjóri er Eilífur Örn Þrastarson

The Magnet, leikstjóri er Gunnar Tryggvason

Tímaleysi, leikstjóri er Svala Georgsdóttir

Tíminn, leikstjóri er Þórey Hafliðadóttir

Tvöföld tilvera, leikstjóri er Snorri Fairweather

Utangarðs, leikstjóri er Valgeir Gunnlaugsson

Viltu breyta lífi þínu?, leikstjóri er Erlendur Sveinsson

Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu myndirnar, 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið, 75.000 kr. fyrir annað sætið og 50.000 kr. fyrir þriðja sætið.

Líkt og venja er munu áhorfendaverðlaun verða veitt sérstaklega. Auk þess mun Sjónvarpið sýna þær myndir sem hljóta áðurnefnd verðlaun. Þá verður leikstjóra þeirrar myndar sem hlýtur fyrsta sætið, boðið á Kvikmyndahátíðina í Cannes að ári þar sem myndin tekur þátt í hinu svokallaða Short Film Corner.

Í dómnefnd Stuttmyndadaga eru eftirtaldir: Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi, Hálfdán Pedersen leikmyndahönnuður og Lars Emil Árnason handritshöfundur og leikstjóri.